Ríó 2016 - Ásdís hefur lokið keppni
17.08.2016
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir keppti í undankeppni spjótkasts kvenna fyrr í kvöld í seinni kasthóp. Ásdís náði sér ekki á strik en lengsta kast hennar var 54,92 m. Sú tólfta sem tryggði sig inn í úrslitin kastaði 61,63 m.
Á morgun er svo komið að Anítu Hinriksdóttur sem keppir í undanriðlum 800 metra hlaups. Á myndinni sem fylgir má sjá þær stöllur.