Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ríó 2016 - Ásdís í seinni kasthóp

15.08.2016

Ásdís Hjálmsdóttir verður í seinni kasthóp í undankeppni spjótkasts kvenna sem fram fer að kvöldi þriðjudagsins 16. ágúst. Ásdís er tólfta af fimmtán í kaströðinni. Keppnin í hennar hóp hefst kl. 21.50 að brasilískum tíma (00.50 aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma). Kasta þarf 63.00 metra til að tryggja sig beint inn í úrslit. Íslandsmet Ásdísar er 62.77 m. sem hún kastaði í undankeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012. Í úrslitum endaði Ásdís í 11.sæti.

Ásdís náði að tryggja sér keppnisrétt á leikunum í Ríó á móti í Riga í Lettlandi þann 28. maí 2015 með því að kasta spjótinu 62.14 m.

Á myndinni má sjá Ásdísi með þjálfara sínum Terry McHugh.