Ríó 2016 - Guðni Valur í 21. sæti
12.08.2016
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Guðni Valur kastaði fyrst 53.51, næst 60.45 og síðasta kast var 59.37. Hann endaði í 21. sæti keppninnar af 35 þátttakendum.
Til þess að ná í öruggt sæti í úrslitum þurfti að kasta kringlunni 65.50 metra. Besta árangri sínum til þessa náði Guðni Valur í Hafnarfirði þann 10. september 2015 þegar hann kastaði 63.50 metra. Síðastur inn í úrslitin, sá sem varð í 12. sæti í undankeppninni, kastaði kringlunni 62.68 metra.