Ríó 2016 - Sýndarveruleiki í Ríó
11.08.2016
Bandaríska fréttastöðin NBC er með glæsilega heimasíðu tileinkaða Ólympíuleikunum sem vert er að skoða. NBC tilkynnti fyrir Ólympíuleika að stöðin myndi vera með a.m.k. 85 klukkutíma umfjöllun um leikana í formi sýndarveruleika. Þeim tókst vel til, en áhugasamir geta skoðað borgina Ríó nánast eins og þeir séu á staðnum. Hægt er að sjá veitingastaði, götur, strendur og fleira í Ríó í gegnum heimasíðurnar Virtual Tours og Rio Virtual Tours. Flott verkefni hjá NBC sem er fyrsta sinnar tegundar í kringum íþróttaviðburðinn.