Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ríó 2016 - Setningarhátíðin

06.08.2016

Ólymp­íu­leik­arn­ir 2016 voru sett­ir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu. Setningarhátíðin fór fram á Maracana-leik­vang­in­um og var hin glæsilegasta. Töluvert var af Íslendingum á leikvanginum, bæði keppendur og fylgdarlið sem gengu inn leikvanginn og íslenskir áhorfendur í stúku. Um þrír millj­arðar manna fylgdust með setn­ing­ar­hátíðinni, en á henni komu fram 300 dans­ar­ar og 5.000 sjálf­boðar. Alls taka um 10.500 íþrótta­menn þátt í leik­un­um. Flest­ir íþróttamenn koma frá Bandaríkjunum, eða 554. Íslendingar tefla fram 8 keppendum.

Hátíðin var mikið sjónarspil og skemmtun. Of­ur­fyr­ir­sæt­an Gisele Bundchen tók meðal annarra þátt í hátíðinni með því að ganga pallinn í síðasta skipti. Þegar kom að því að keppendur og fylgdarlið gengju inn á leikvanginn ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni og stemmningin gríðarlega góð. Grikk­ir gengu venju sam­kvæmt fyrst­ir inn á leikvanginn og Brasilíumenn síðastir. Íslenski hópurinn var númer 100 í röðinni af þeim 207 þjóðum sem gengu inn á leikvanginn, en farið var eftir stafrófsröð landa á portúgölsku. Þormóður Árni Jóns­son júdókappi var fána­beri ís­lenska hóps­ins, en hópurinn samanstóð af fjórum íslenskum keppendum og fylgdarliði. Sundfólkið hvíldi heima og horfði á setningarhátíðina í sjónvarpinu.

Í lok hátíðarinnar kveikti maraþon­hlaup­ar­inn Vand­er­lei de Lima ólymp­íu­eld­inn, sem mun loga allt til lokahátíðar Ólymp­íu­leik­anna sem fer fram kvöldið 21. ág­úst.