Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Ríó 2016 - Fundur með Ólympíuförum

19.07.2016

Nú styttist í Ólympíuleikana í Ríó og margt að gerast á þessum síðustu dögum áður en haldið er utan. Í dag fór fram fundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal með þeim íslensku þátttakendum sem fara munu á Ólympíuleikana. Fjallað var um heilbrigðismál á leikunum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum sem gott er að vita fyrir brottför.

Þormóður Árni keppandi í júdó, Irina keppandi í fimleikum, Guðni Valur keppandi í kringlukasti og  Eygló Ósk Íþróttamaður ársins 2015 og keppandi í sundi voru á meðal þeirra þátttakenda sem mættu á fundinn.

Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.

Myndir með frétt