Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

EM 2016 hefur vakið aukinn áhuga á íslenskri íþróttahreyfingu

05.07.2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur lokið þátttöku sinni á EM 2016 í Frakklandi. Eins og alþjóð veit komst liðið í átta liða úrslit og skildi mörg stórlið eftir í hjólförunum, bæði í undankeppninni og í keppninni sjálfri. Árangur liðsins vakti heimsathygli og aðdáun og bæði keppendur og íslenskir stuðningsmenn eignuðust aðdáendur um allan heim. Gríðarlegur áhugi hefur kviknað fyrir landi og þjóð og er heimspressan áhugasöm um allt sem viðkemur Íslandi. Það hefur meðal annars vakið athygli að það eru konur sem gegna framkvæmdastjórastöðu bæði hjá ÍSÍ og KSÍ og á vef Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) má finna viðtal við þær Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ og Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ, sem tekið var fyrir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum í Nice. Hægt er að lesa viðtalið með því að smella hér.  

Ljósmynd: uefa.org