Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

27. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er í dag

04.06.2016Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 27. sinn í dag á fjölmörgum stöðum hérlendis og erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vill hvetja konur á öllum aldri áfram í heilbrigðum og skynsamlegum lífsstíl.
Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.
Það sem er svo skemmtilegt við Kvennahlaupið er að þar koma saman konur á öllum aldri. Mjög algengt er að margir ættliðir, vinkonur eða systur fari saman í hlaupið og geri sér jafnvel glaðan dag í tilefni dagsins. Þó svo að hlaupið heiti Kvennahlaup þá eru karlar velkomnir í hlaupið.

Fjölmenustu hlaupin eru í Garðabæ kl. 14, Mosfellsbæ kl.11 og Akureyri kl. 11. Hægt er að nálgast alla hlaupastaði og tímasetningar á kvennahlaup.is

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í hlaupið heldur bara að mæta á hlaupastað og kaupa sér bol. Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri.