Þrír mánuðir í Ólympíuleika - Ríó 2016
Eftir þrjá mánuði, eða þann 5. ágúst nk., verða Ólympíuleikarnir settir formlega á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.
Stórstjörnur eins og Usain Bolt stefna á því að ná sögulegum árangri og mun hann t.d. reyna að verða þrefaldur Ólympíumeistari í þriðja sinn, þ.e. verja titlana í 100m, 200m og 4x100m hlaupi sem hann vann á leikunum 2008 í Peking og 2012 í London.
Sundmaðurinn Michael Phelps, sem hefur unnið 22 Ólympíuverðlaun, þar af 18 gull, tilkynnti eftir leikana í London 2012 að hann væri hættur. Á síðsta ári kom hins vegar tilkynning frá honum um að hann ætlaði sér að snúa aftur í laugina á leikunum í Ríó 2016. Síðan þá hefur hann sagt að hann sé að komast í besta form lífs síns og að hann hafi fundið gleðina að nýju fyrir íþróttagrein sinni.
Það er ljóst að það stefnir í frábæra leika eftir þrjá mánuði.