Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ólympíueldurinn kominn til Brasilíu

03.05.2016

Í dag kom Ólympíueldurinn til Brasilíu og var fyrsti viðkomustaður höfuðborgin Brasília.
Næstu 95 daga mun Ólympíueldurinn heimsækja yfir 300 bæi og borgir í Brasilíu áður en hlaupið verður með kyndilinn inn á setningarhátíð Ólympíuleikana á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro.

Eldurinn var tendraður við Heru hofið í hinni fornu Ólympíu í Grikklandi þann 21. apríl sl. og í framhaldinu var hlaupið með Ólympíueldinn til Aþenu þar sem honum var flogið til Sviss.  Eldurinn heimsótt bæði Sameinuðu þjóðirnar í Genf og Ólympíusafnið í Lausanne, áður en flogið var með hann til Brasilíu.

Hægt er að fræðast meira um Ólympíueldinn, kyndilhlaupið og kyndilinn sjálfan á eftirfarandi slóðum:

Saga Ólympíueldsins: http://www.olympic.org/olympic-torch-relay

Heimasíða kyndilhlaupsins:  https://www.rio2016.com/en/olympic-torch-relay

Upplýsingar um kyndilinn: https://sketchfab.com/models/4f07aae897cf4bf3bc919d2a19df16e3

Myndir með frétt