Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

100 dagar í Ólympíuleika - Ríó 2016

27.04.2016

Í dag, miðvikudaginn 27. apríl, eru 100 dagar í að Ólympíuleikarnir 2016 í Ríó verði settir.

Tendrun Ólympíueldsins í Grikklandi í síðustu viku vakti athygli á því að næstu sumarleikar eru hinum megin við hornið.

Í Brasilíu er lokaundirbúningur hafinn.  Keppnismannvirki eru 98% tilbúin og flest þeirra hafa nú þegar hýst keppnisviðburði til að prófa aðstöðu og þjálfa starfsmenn og sjálfboðaliða.  Útlit leikanna er sífellt að taka á sig endanlega mynd og borgin, Rio de Janeiro, er að verða tilbúin til að taka á móti helstu íþróttastjörnum heimsins í ágúst nk.

Nú þegar hafa sex íslenskir keppendur náð lágmörkum eða unnið sér inn keppnisrétt á leikanna.  Vonir standa til þess að enn fleiri bætist í þann hóp á næstu vikum, en þó er ljóst að íslenski hópurinn verður fámennari en á flestum síðustu sumarleikum.