Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
1

Vorannarfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

22.04.2016

Vorannarfjarnámi ÍSÍ á 1. og 2. stigi þjálfaramenntunarinnar er nú lokið.  24 nemendur luku námi á 1. stigi og 17 nemendur á 2. stigi þessa önnina.  Nemendur koma frá fjölmörgum íþróttagreinum og eru búsettir víða um land.  Sérgreinaþátt námsins taka nemendur svo hjá sérsamböndum ÍSÍ.  Þeir sem luku námi á 1. stigi fá þjálfaraskírteini send á heimilisfang en nemendur sem luku 2. stigi þurfa að koma með eða senda skírteinið sitt á ÍSÍ til að fá staðfestinguna á 2. stigi sett inn á skírteinið sitt sem þeir væntanlega fengu að 1. stigi loknu.  Þeir nemendur þurfa að hafa lokið 6 mánaða starfi sem þjálfarar og að hafa gilt skyndihjálparnámskeið.  Hvorttveggja verður að vera staðfest á þjálfaraskírteininu.  Næsta fjarnám ÍSÍ verður á sumarönn 2016 og hefst í júní.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 514-4000 & 863-1399.