Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Haukur endurkjörinn formaður TKÍ

04.04.2016

Ársþing Taekwondosambands Íslands (TKÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 17. mars síðastliðinn. Haukur Skúlason var endurkjörinn til tveggja ára og Eduardo Rodriguez og Jón Oddur Guðmundsson voru kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára.  Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var kjörinn stjórnarmaður til eins árs og Andri Geir Nielsson heldur áfram sem meðstjórnandi sitt síðara ár.  Vel var mætt á þingið frá flestum aðildarfélögum sambandsins. Farið var yfir starfsemi sambandsins árið 2015 og þann frábæra árangur sem keppendur náðu á erlendri grundu, m.a. tvenn bronsverðlaun á Evrópumótum, annars vegar í bardaga og hins vegar í formum. Umtalsverðar breytingar á lögum TKÍ voru teknar fyrir og samþykktar á þinginu.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.