Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Valdemar Einarsson heiðraður á ársþingi USÚ

01.04.2016

83. ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið á Hótel Höfn 17. mars síðastliðinn. Þingið var ágætlega sótt. Samþykktar voru breytingar á lögum styrktar- og afrekssjóðs USÚ. Sveitarfélagið Hornafjörður mun leggja fjármagn í sjóðinn frá og með næstu áramótum og mun því sjóðurinn hafa umtalsvert meira fé til úthlutunar frá því sem verið hefur.  Einnig var samþykkt reglugerð um val á Íþróttamanni USÚ ár hvert. Páll Róbert Matthíasson, formaður USÚ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stungið var upp á Kristjáni Erni Ebenezarsyni í hans stað og var það samþykkt. Samkvæmt lögum USÚ skiptir ný stjórn með sér verkum á fyrsta fundi, en hana skipa auk Kristjáns, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Sigurður Óskar Jónsson.  Ársskýrslu USÚ og reikninga er hægt að lesa með því að smella hér.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ. Helga Steinunn sæmdi Valdemar Einarsson fráfarandi framkvæmdastjóra Sindra Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Sjá má Helgu Steinunni og Valdemar á meðfylgjandi mynd sem tekin var við þetta tækifæri af Sigurði Óskari Jónssyni.

Nánari upplýsingar og fréttir af ársþingi USÚ, þ.m.t. myndir og fréttir af verðlaunaafhendingum USÚ er að finna á heimasíðu sambandsins, www.usu.is.