Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Veggspjald með leiðbeiningum vegna heilahristings

18.03.2016Á undanförnum tveimur árum hefur ÍSÍ ásamt HR og KSÍ staðið fyrir málstofum um höfuðáverka þá aðallega heilahristing og mögulegar afleiðingar hans, með það að markmiði að auka þekkingu í íþróttasamfélaginu. Einn liður í því er að hafa aðgengilegar upplýsingar um málefnið á heimasíðu ÍSÍ, en þær má finna undir fræðsluhnappnum og forvarnir sjá hér. ÍSÍ hefur látið hanna veggspjöld sem geyma einfaldar upplýsingar um helstu einkenni heilahristings og hvenær óhætt er að hefja æfingar og keppni á ný sem einnig er hægt að finna á síðunni. Veggspjöldin eru í fjórum mismunandi útfærslum og fara í dreifingu fljótlega. Það er von ÍSÍ að þau verði áberandi í íþróttamannvirkjum um allt land og auki enn á þá vitundarvakningu um heilahristing sem orðin er á meðal íþróttamanna, foreldra, þjálfara og stjórnenda.

Myndir með frétt