Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Heiðranir á þingi USAH

14.03.2016

99. ársþing USAH fór fram um helgina og við það tækifæri var fráfarandi formaður sambandsins, Aðalbjörg Valdimarsdóttir sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Hafdís Vilhjálmsdóttir fráfarandi varaformaður USAH og Valgerður Hilmarsdóttir fráfarandi gjaldkeri USAH voru sæmdar Silfurmerki ÍSÍ. 

Þórey Edda Elísdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti Aðalbjörgu og Hafdísi heiðursviðurkenningarnar en Valgerður var fjarverandi. Hún fær merkið sitt afhent við fyrsta tækifæri. Á myndinni má sjá Þóreyju Eddu með þeim Aðalbjörgu og Hafdísi.

ÍSÍ óskar öllum þremur heiðurshöfunum innilega til hamingju með viðurkenninguna, með þökk fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Myndir með frétt