Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Framtíðarsýn og umhverfisstefna AKÍS samþykkt

13.03.2016

Akstursíþróttasamband Íslands hélt ársþing sitt í gær, laugardaginn 12. mars. Tryggvi M. Þórðarson var endurkjörinn formaður sambandsins. Helga Katrín Stefánsdóttir, Ragnar Róbertsson og Þórður Bragason sitja áfram í stjórn. Einar Gunnlaugsson, Jón Bjarni Jónsson og Sigurður Gunnar Sigurðsson buðu sig fram til tveggja ára og voru kjörin.
Á þingið mættu fulltrúar frá 9 íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir. Auk hefðbundinnar dagskrár ársþings var fr
amtíðarsýn og umhverfisstefna AKÍS til ársins 2025 lögð fram og samþykkt.

Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu en hann var einnig forseti þingsins.