Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

19.02.2016

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2015. Til úthlutunar að þessu sinni voru 82 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni tekið saman pr. íþróttahérað. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum. Fyrir úthlutunina í fyrra var tekin inn ný breyta í útreikningi styrkja úr sjóðnum, svokallaður landsbyggðarstuðull, sem hækkar útgreiðsluprósentuna í þrepum hjá félögum utan höfuðborgarinnar og nærsveita hennar. Þetta er í annað sinn sem úthlutað eftir þessari aðferð. Þetta hefur aukið hlut landsbyggðarinnar í úthlutun sjóðsins.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 245 umsóknir frá 118 félögum úr 22 íþróttahéruðum vegna 2.742 keppnisferða í 22 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var kr. 427.990.778,-. Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð skiptingu styrkja pr. ferð.
Á Fjárlögum Alþingis er gert ráð fyrir 100 milljónum króna í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2016.

Heiti Úthlutun samtals
HHF 196.936
HSH 2.344.560
HSK 2.940.714
HSS 11.190
HSV 3.533.149
HSÞ 2.060.328
ÍA 315.310
ÍBA 22.950.911
ÍBH 2.532.673
ÍBR 9.623.077
ÍBV 8.273.135
ÍRB 1.060.625
ÍS 952.712
UÍA 11.097.487
UÍF 816.917
UMSB 61.201
UMSE 1.099.883
UMSK 5.868.466
UMSS 2.926.497
USAH 16.178
USÚ 2.849.146
USVH 467.857