Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Keppni Íslendinga lokið í Lillehammer

19.02.2016Síðasti keppnisdagur Íslendinganna sem taka þátt á Vetrarólympíuleikum ungmenna var í Lillehammer í dag. Bjarki Guðjónsson tók þátt í svigi pilta. Bjarki var í 34. sæti eftir fyrri umferðina. Í seinni ferðinni krækti Bjarki í hlið og féll úr keppni. Þar með hafa íslensku þátttakendurnir lokið keppni á leikunum. Á sunnudag er lokahátíð leikanna og hópurinn heldur heim á leið daginn eftir.

Myndir með frétt