Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

70. ársþing KSÍ gekk vel

15.02.2016

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar síðastliðinn. Engar breytingar urðu á aðalstjórn sambandsins. Þórarinn Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn KSÍ og bauð Kristinn Jakobsson sig fram í varastjórn í hans stað. Valdemar Einarsson gaf ekki kost á sér lengur sem landshlutafulltrúi fyrir Austurland og kemur Magnús Ásgrímsson í hans stað. Nokkrar tillögur voru til umfjöllunar á þinginu en nánari upplýsingar varðandi tillögur og málefni frá þinginu að finna á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is. Starfsemi sambandsins er fjölþætt og í sífelldri sókn. Fjárhags- og eignastaða sambandsins er traust og lausafjárstaða góð og var sambandið rekið með 11 milljón króna hagnaði árið 2015. Í gegnum KSÍ koma miklar tekjur frá UEFA af sjónvarps- og markaðsrétti og úr mannvirkjasjóði UEFA, til aðildarfélaga sambandsins. 

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heiðraði þingið með nærveru sinni og ávarpaði þingfulltrúa og gesti. Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og hélt stutt ávarp. Fleiri fulltrúar úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sóttu einnig þingið.

Á myndinni er stjórn KSÍ, varastjórn og landshlutafulltrúar, ásamt framkvæmdastjóra sambandsins,