Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

9. Reykjavíkurleikunum lokið

01.02.2016

 Reykjavíkurleikunum - RIG lauk í gærkvöldi með hátíð í Laugardalshöll en þeir voru nú haldnir í 9.sinn. Rúmlega 500 erlendir gestir frá 39 löndum komu til landsins vegna leikanna og um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt. Þó þátttakendur hafi verið á öllum aldri eru leikarnir að stærstum hluta afreksíþróttamót þar sem markmiðið er að bjóða uppá íþróttakeppni í háum gæðaflokki fyrir okkar besta íþróttafólk á heimavelli.  Hvorki meira né minna en fimm heimsmet voru sett á leikunum og fjöldinn allur af Íslandsmetum auk þess sem nokkrir Heims- og Evrópumeistarar tóku þátt í leikunum.
Fresta þurfti keppni í tveimur greinum vegna veðurs, hjólreiðaspretti upp Skólavörðustíg og skíða- og snjóbrettaati í Bláfjöllum. Stefnt er að því að keppni í þessum greinum fari fram á næstu dögum.

ÍSÍ óskar ÍBR innilega til hamingju með vel heppnaða leika. Alþjóðleg mót á Íslandi eru mikilvæg fyrir íþróttahreyfinguna og gefa íslensku íþróttafólki frábært tækifæri til að keppa við erlenda keppinauta á sínum heimavelli.