Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

ÍSÍ 104 ára

28.01.2016Í dag, 28. janúar 2016, er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 104 ára.  Stofnfundur sambandsins var haldinn í Bárubúð 28. janúar 1912 en aðal hvatamaðurinn að stofnun sambandsins var Sigurjón Pétursson frá Álafossi. Fulltrúar frá Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram og Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni sátu stofnfundinn og undirrituðu fundargerðina. Að auki sátu Axel V. Tulinius, Guðmundur Björnsson og dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Auk fyrrgreindra félaga eru eftirtalin félög einnig talin til stofnfélaga sambandsins: Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir, Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar. Fyrsti formaður ÍSÍ var kjörinn Axel V. Tulinius.