Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kraftlyftingafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

15.12.2015

Kraftlyftingafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á svokölluðum sláttudegi félagsins laugardaginn 12. desember. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri afhenti formanni félagsins Grétari Skúla Gunnarssyni viðurkenninguna. Formaður Kraftlyftingasambands Íslands, Sigurjón Pétursson, afhenti af þessu tilefni viðurkenningu til félagins fyrir að vera stigahæsta félagið í karlaflokki árið 2015. Einnig afhenti Sigurjón kraftlyftingamanni ársins, Viktori Samúelssyni, bikar frá KRAFT. Viktor var einnig kjörinn íþróttamaður árins hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar.

Á myndinni eru frá vinstri Grétar Skúli Gunnarsson formaður KFA og Viðar Sigurjónsson.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Lesa má meira um verkefnið hér á vefsíðu ÍSÍ.