Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Kyndill Ólympíuleika ungmenna hefur för sína um Noreg

03.12.2015

Þann 1. desember fór fram athöfn á Panathenaic leikvanginum í Aþenu í Grikklandi, en þá var kveikt á kyndli Ólympíuleika ungmenna. Leikarnir fara fram í Lillehammer í Noregi í febrúar 2016. Markar þetta upphafið að kyndilhlaupi sem fram fer um allan Noreg, en kyndillinn mun heimsækja öll 19 héruð Noregs, meðal annars til að vekja athygli á íþróttum ungmenna.

Fjórir ungir íþróttamenn frá Noregi og Grikklandi hófu kyndilhlaupið á leikvellinum í Aþenu. Kyndillinn var síðan strax fluttur til Noregs og hóf leið sína í Osló. Af því tilefni fóru fram hátíðarhöld í Osló í gær. Framkvæmdastjóri Ólympíuleika ungmenna í Lillehammer, Tomas Holmestad, sagði Norðmenn hlakka til að bjóða fólki úr ólíkum heimshornum til Noregs til að kynnast menningu og þjóð.

Nú styttist í leikana, en þeir fara fram 12. - 21. febrúar 2016. Íslendingar munu eiga fulltrúa á leikunum, en hverjir það eru kemur í ljós á næstu vikum. 

Vefsíða Ólympíuleika ungmenna í Lillehammer er www.lillehammer2016.com

Hér má sjá fésbókarsíðu leikanna

Myndir með frétt