Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Fræðsla fyrir íþróttafólk

19.11.2015

Næsta þriðjudag þann 24. nóvember mun UMSE standa fyrir fræðsluerindum fyrir íþróttafólk á Hrafnagili.

Fræðslan fer fram í Hrafnagilsskóla og er ætluð íþróttafólki, 11 ára og eldri.

Að vera afreksmaður
Kl. 17:00. Ragnheiður Runólfsdóttir, íþrótta-lífeðlisfræðingur M.sc., sundþjálfari og fyrrum landsliðsmaður í sundi mun fjalla um hvað það er að vera afreksmaður í íþróttum út frá reynslu sinni sem iðkandi og þjálfari.

Íþróttameiðsl
Kl. 18:00. Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari B.sc. hjá Eflingu ehf., mun fjalla um íþróttameiðsl, en leggja áherslu á forvarnir gegn meiðslum í íþróttum og fyrstu viðbrögð við meiðslum.
 

Ekkert þátttökugjald er á fyrirlestrana og eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir.