Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins

16.11.2015

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var síðastliðinn laugardag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

Haukur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem tekur sæti í stjórn Evrópska golfsambandsins. Hann var tilnefndur sem fulltrúi Norðurlandanna og austur-Evrópu í þessu kjöri.

ÍSÍ óskar Hauki Erni til hamingju með kjörið.