Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
13

Fána Alþjóðaólympíunefndarinnar flaggað í hálfa stöng

16.11.2015

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), gaf út yfirlýsingu sl. laugardag vegna hryðjuverkaárásanna í París á föstudag. Alþjóðaólympíunefndin flaggaði fána sínum í hálfa stöng við höfuðstöðvar IOC um helgina. 

Bach fordæmdi árásirnar og sagði þær vera árás á allt mannkyn, en ekki einungis Frakkland og París. Hann minnti fólk á að á þessum sorgartímum ætti að muna eftir því að íþróttir og hin ólympísku gildi sameina fólk og samfélög og stuðla friði og sáttum. 

Alþjóðaólympíunefndin sendi samúðarkveðjur til forseta Frakklands, Francoise Hollande.