Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Gestir frá Norðurlöndunum í heimsókn

06.11.2015

Níu einstaklingar frá íþróttasamböndum Norðurlandanna heimsóttu ÍSÍ í vikunni og var markmið heimsóknarinnar fyrst og fremst að hefja undirbúning að ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga sem fram fer í Danmörku árið 2017 en einnig að deila hugmyndum og ræða ýmis málefni sem tengjast íþróttum barna og unglinga.

Árangur Íslendinga í hópíþróttum á síðustu árum hefur vakið mikla athygli erlendis. Arnar Bill, fræðslustjóri KSÍ, hélt fyrirlestur fyrir gesti ÍSÍ um árangur knattspyrnulandsliðanna og helstu getgátur um hverjar séu helstu ástæður velgengninnar. Dr. Viðar Halldórsson, íþróttafélagsfræðingur, var einnig með erindi þar sem hann sagði frá sínum kenningum um hverjar séu helstu skýringar á því að svona mörg landslið í hópíþróttum hafi náð svona góðum árangri á undanförnum árum séð með augum íþróttafélagsfræðings. Þá heimsótti hópurinn Knattspyrnufélagið Val og tók Ágústa Edda Björnsdóttir yfirþjálfari handboltans á móti hópnum og kynnti barna- og unglingastarf félagsins og kíkti hópurinn á æfingar hjá nokkrum flokkum í leiðinni. Barna- og unglingastarf íþróttafélaga á Íslandi er að mörgu leyti frábrugðið því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en þar sjá foreldrar að mestu um þjálfunina og engir frístundastyrkir standa foreldrum til boða. Þá þekkist það heldur ekki að börn séu sótt í frístundaheimili og keyrð í rútu á æfingar eins og talsvert er um á höfuðborgarsvæðinu. 

Myndir með frétt