Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Haustfjarnám í þjálfaramenntun langt komið

02.11.2015

Haustfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun, almennum hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar er nú langt komið. Fjarnámi 2. stigs er í raun lokið en nokkrar vikur eru eftir af fjarnámi 1. stigs. Rúmlega 30 nemendur eru í þessu námi og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum og eru búsettir mjög víða um landið. Miklar og gagnlegar umræður hafa skapast á spjallsvæði námsins þar sem nemendur bera saman bækur sínar og deila reynslu í þjálfun.

Vorfjarnám ÍSÍ á þessum sömu stigum mun hefjast í byrjun febrúar og verður auglýst eftir áramótin.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.