Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
7

Þjálfarastyrkir Verkefnasjóðs ÍSÍ

15.10.2015Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ tók á dögunum ákvörðun um úthlutun þjálfarastyrkja fyrir árið 2015. Að þessu sinni voru veittir 15 styrkir til þjálfara sem sótt hafa eða munu sækja námskeið eða þekkingu erlendis. Styrkirnir voru ýmist 50.000 eða 100.000 krónur. Umsóknir sem bárust bárust sjóðnum voru 45 talsins. Eftirtaldir hlutu styrki (í stafrófsröð):

Axel Ólafur Þórhannesson fimleikar, Ágúst Ingi Axelsson snjóbretti, Egill Guðvarður Guðlaugsson badminton, Einar Þór Einarsson frjálsíþróttir, Elva Haraldsdóttir skíði fatlaðra, Grétar Hrafnsson kraftlyftingar, Harpa G. Aðalbjörnsdóttir skíði fatlaðra, Jacky Jean Pellerin sund, Jóhann Hreiðarsson knattspyrna, Kári Garðarsson og Konráð H. Ólavsson handknattleikur, Salóme Rut Harðardóttir sund fatlaðra, Sigríður Pjetursdóttir og Súsanna Sand Ólafsdóttir hestar og Unnar Vilhjálmsson frjálsíþróttir.  

Haft hefur verið samband við alla umsækjendur.