Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Skólar sem unnu í Norræna skólahlaupinu

15.10.2015

Norræna skólahlaupið var haldið í íslenskum grunnskólum í 32. sinn í ár en með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. 

Nemendur gátu nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningarskjal þar sem greint var frá árangri. Mjólkursamsalan, MS, hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni eins og áður er Íþróttakennarafélag Íslands.

Í ár var hlaupið styrkt af verkefninu Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport. Af því tilefni var bryddað upp á þeirri nýjung að draga út þrjá skóla sem tóku þátt og luku hlaupinu fyrir 30. september ásamt því að skila inn grein til ÍSÍ. Þátttaka að þessu sinni er mjög góð en 62 skólar hafa nú þegar skilað inn grein og voru með í útdrættinum. Blossi hjálpaði til við að draga út skólana en útdráttarverðlaunin hlutu Grunnskóli Hólmavíkur, Seljaskóli í Reykjavík og Víðistaðaskóli í Hafnarfirði. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu. Haft hefur verið samband við skólana.

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, en enn er hægt að hlaupa og fá viðurkenningaskjöl þó svo að búið sé að draga út vinningana.