Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Úrslit Hjólum í skólann 2015

24.09.2015

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu er nú lokið. Hjólum í skólann var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014. Þátttakendur voru alls 481, hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringir í kringum Ísland.

Ferðamáti þátttakenda skiptist svona:
strætó/hjólað 61,3%
hjólað 20,8%
strætó/gengið 8,9%
ganga 7,0%
hlaup 1,9%
annað 0,1%
línuskautar 0%

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.

Á meðan að á verkefninu stóð var dregið úr skráðum þátttakendum og gátu þeir unnið hraðamæli. Síðasta daginn var síðan dregið út glæsilegt TREK reiðhjól að verðmæti 100.000 kr. frá Erninum. Með því að taka mynd og setja á Instagram og merkja með #hjolumiskolann gátu þátttakendur unnið sér inn gjafakort frá Valitor.

Þrír efstu skólarnir í hverjum flokki fá á næstu dögum senda til sín verðlaunaplatta fyrir árangur sinn í verkefninu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar þátttakendum fyrir þátttökuna og hvetur þá til að halda áfram að notast við virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu.

Hér er hægt að sjá úrslit í Hjólum í skólann 2015.