Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Fróðleikur tengdur íþróttum

01.09.2015Haustin eru ávallt sá tími þegar fólk fer að huga að námi og námskeiðum. Á fjölmörgum heimasíðum má finna skemmtilegan fróðleik, nám og kennsluefni sem hentar íþróttafólki og þeim er starfa í tengslum við íþróttir.

Alþjóðaólympíunefndin er á vefsíðu sinni með svæði sem kallast "The Athletes´ Kit" og eru þar tenglar á fróðleik sem snýr að námi fyrir íþróttafólk og hvernig á að nýta sér þá möguleika sem eru fyrir hendi. Þessa síðu má sjá hér 

Áhugavert er að skoða síðuna Idrottsforum. Þar er fjallað um bækur og greinar sem eru gefnar út á Norðurlöndum og víðar og tengjast íþróttastarfi. Eins eru þar upplýsingar um íþróttaráðstefnur og aðra íþróttaviðburði.

Fyrir þá sem hafa gaman að lestri og vilja nýta haustið til að fræðast um íþróttastarfið á Norðurlöndum þá má einnig finna mikinn fróðleik á vefsíðu Team Danmark.
Hér eru skýrslur og rannsóknir sem snúa að afreksíþróttum í Danmörku og víðar.

Enn fleiri skýrslur má samt finna á vefsíðu IDAN í Danmörku. Hvort heldur fjallað er um afreksíþróttir, íþróttamannvirki, lýðheilsu og annað sem tengist íþróttastarfinu þá eru eflaust rannsóknir og greinar til um málefnið hjá IDAN.