Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Hjólum í skólann 9.-22. september

21.08.2015Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í þriðja sinn dagana 9.-22. september 2015 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embættis landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið að frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012.

Nánari leiðbeiningar um skráningu skóla/liða/ liðsmanna er að finna á vefsíðu Hjólum í skólann undir „Um Hjólað“.