Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar að hefjast í Tbilisi

26.07.2015Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) verður sett í kvöld í Tbilisi í Georgíu. Athöfnin fer fram á Mikheil Meskhi leikvanginum kl. 20.00 að staðartíma. Fánaberi íslenska hópsins verður Nanna Guðmundsdóttir keppandi í fimleikum. EYOF leikarnir fara nú fram í þrettánda sinn en þeir fara fram annað hvert ár. Alls er keppt í níu íþróttagreinum, þar af eigum við keppendur í fjórum; frjálsíþróttum, sundi, fimleikum og tennis. Heildarlista yfir íslenska þátttakendur má finna hér og heimasíða mótsins er www.tbilisi2015.com. Keppni hefst strax í fyrramálið hjá okkar fólki, tenniskeppendurnir leika í fyrstu umferð í einliðaleik. Styrmir Dan Steinunnarson tekur þátt í undankeppni í spjótkasti og Ólafur Sigurðsson keppir í 200 m. skriðsundi.

Myndir með frétt