Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Gullsamstarfsaðilum þakkað

08.06.2015

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 studdu svo sannarlega dyggilega við bakið á skipulagsnefnd leikanna við undirbúning og framkvæmd þeirra. Þeirra framlög til leikanna voru ómetanleg og áttu stóran þátt í glæsilegri umgjörð Smáþjóðaleikanna 2015.  Fulltrúum þessara tíu fyrirtækja, Advania, Öskju, Bláa Lónsins, Bílaleigu Akureyrar Europcar, Eimskips, Icelandair Group, Íslandsbanka, Vífilfells, Vodafone og ZO-ON var boðið til móttöku á meðan á leikunum stóð þar sem Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og formaður skipulagsnefndar leikanna afhentu hverjum Gullsamstarfsaðila örlítinn þakklætisvott til minningar um samstarfið.  Um var að ræða gullverðlaunapening leikanna, innrammaðan með áletruðum þökkum.