Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Setningarhátíð Smáþjóðaleika 2015

01.06.2015

Smáþjóðaleikar 2015 verða settir í kvöld kl. 19.30 í Laugardalshöllinni. Glæsileg dagskrá verður við setningarhátíðina. Íþróttamenn allra þátttökuþjóða munu ganga fylktu liði inn í höllina við upphaf dagskrár. Hátíðinni verður sjónvarpað í beinni útsendingu. Fánaberi Íslands verður körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson. Eið fyrir hönd keppenda á mótinu fer Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona. Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fer með eið fyrir hönd þjálfara. Með eið fyrir hönd dómara fer Hörður Geirsson golfdómari.