Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Móttaka á Bessastöðum

01.06.2015

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bauð til móttöku á Bessastöðum í dag í tengslum við setningu setningarhátíðarinnar sem nú standa yfir.  Til móttökunnar komu meðal annarra Albert Mónakóprins, krónprinsinn og krónprinsessan af Lúxemborg og prinsessa Nóra af Liechtenstein.  Forsetahjónin tóku vel á móti gestum leikanna sem áttu góða stund saman á Bessastöðum í aðdraganda setningarhátíðarinnar. Forsetahjónin buðu gestum að skoða Bessastaði og þótti gestum uppgröftur á fornminjum í kjallara forsetasetursins mjög áhugaverður.

Forseti Íslands er verndari íþróttahreyfingarinnar og hafa forsetar lýðveldisins ætíð sinnt íþróttahreyfingunni og málefnum hennar af natni.