Ólafur E. Rafnsson sæmdur Heiðurskrossi KKÍ
11.05.2015Ólafur E. Rafnsson, fyrrverandi forseti ÍSÍ, var sæmdur Heiðurskrossi Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins um síðastliðna helgi. Ólafur, sem lést um aldur fram árið 2013 aðeins fimmtugur að aldri, var forseti FIBA Europe og forseti ÍSÍ er hann lést. Hann var formaður KKÍ í áratug, frá 1996-2006.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenti Gerði Guðjónsdóttur eftirlifandi eiginkonu Ólafs, Heiðurskrossinn. Ólafur er fimmti Heiðurskrosshafi KKÍ frá upphafi en aðrir sem hafa fengið þessa æðstu heiðursviðurkenningu KKÍ eru Bogi Þorsteinsson, Einar Bollason, Einar Ólafsson og Kolbeinn Pálsson.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenti Gerði Guðjónsdóttur eftirlifandi eiginkonu Ólafs, Heiðurskrossinn. Ólafur er fimmti Heiðurskrosshafi KKÍ frá upphafi en aðrir sem hafa fengið þessa æðstu heiðursviðurkenningu KKÍ eru Bogi Þorsteinsson, Einar Bollason, Einar Ólafsson og Kolbeinn Pálsson.