Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Frímerki Smáþjóðaleika 2015

30.04.2015Í dag var nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti. Á frímerkinu eru þær íþróttagreinar sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 1. - 6. júní 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður og hluti af hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015. Aðeins í dag er hægt að kaupa sér fyrstadagsumslag.

Um 30 ný frímerki eru gefin út á hverju ári, hvert og eitt þeirra sérstaklega hannað. Frímerkjasalan er með sinn eigin vef þar sem hægt er að kaupa frímerki. Vefurinn er á fimm tungumálum því íslensk frímerki vekja athygli um allan heim. Skoðaðu www.frimerki.is/

Myndir með frétt