Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Öflugt íþróttastarf á Akranesi

27.04.2015

Ársþing Íþróttabandalags Akraness var haldið 15. apríl síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,
Þingið var vel sótt og umræður fjörlegar um íþróttastarfsemi og mögulega uppbyggingu íþróttaaðstöðu á Akranesi. Mörg mál lágu fyrir þinginu ásamt breytingum á ýmsum reglugerðum bandalagsins. Lögð var fram glæsileg ársskýrsla en starf bandalagsins og aðildarfélaga er til fyrirmyndar og árangur ársins 2014 glæsilegur. Sama á við um rekstur samstæðunar en reikningar þess sýna góða afkomu.  Íþróttalegur árangur iðkenda í aðildarfélögum ÍA var góður á árinu 2014.

Sigurður Arnar Sigurðsson var endurkjörinn sem formaður ÍA, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir sem varaformaður og Sigurður Elvar Þórólfsson sem ritari.  Karitas Jónsdóttir kemur ný inn í stjórnina og verður gjaldkeri og Birna Björnsdóttir meðstjórnandi.  Í varastjórn eru þau Svava Þórðardóttir og Brynjar Sigurðsson.  Bjarki Jóhannesson, Sigríður Ragnarsdóttir og Steindóra Steinsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti kveðju frá Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsfólki ÍSÍ. 


 

 

Myndir með frétt