500 dagar til Paralympics í Ríó

Sir Philip Craven forseti IPC sagði við 500 daga markið að þegar hafi fleiri útsendingaraðilar tryggt sér sjónvarpsréttinn heldur en á sama tíma fyrir Paralympics í London 2012. Paralympics í Rio 2016 verða sögulegir því í fyrsta sinn munu leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Í London 2012 átti Ísland fjóra fulltrúa en þeir voru Jón Margeir Sverrisson, Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Þorseinsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir. Síðustu leikar höfðu í för með sér ein gullverðlaun þar sem Jón Margeir Sverrisson landaði gulli í 200m skriðsundi sem um leið var nýtt Heimsmet, Evrópumet, Paralympic-met og að sjálfsögðu Íslandsmet.
Þó vissulega hafi margir íslenskir íþróttamenn sett stefnuna á Rio 2016 þá ræðst það ekki fyrr en á vormánuðum 2016 hver endanlegur hópur Íslands í Brasilíu 2016 verður.