Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
11

Þorsteinn endurkjörinn formaður USVS

08.04.2015

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hélt ársþing sitt í Vík í Mýrdal laugardaginn 28. mars sl.  Vel var mætt á þingið.
Þorsteinn M. Kristinsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Erla Þórey Ólafsdóttir, Ástþór Jón Tryggvason, Sæunn Káradóttir og Kjartan Ægir Kristinsson. Í varastjórn eru Ármann Daði Gíslason, Kristín Ásgeirsdóttir og Halldóra Gylfadóttir.  Meðal þingsamþykkta var a
ð fara í stefnumótun og móta m.a. afreksstefnu sambandsins.  Á þinginu voru einnig afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum og var Íþróttamaður USVS 2014 útnefndur Guðni Páll Pálsson, Umf. Kötlu.  Efnilegasti unglingurinn var útnefndur Aron Bjartur Jóhannsson, Umf. Kötlu.