Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Fundur aðalfararstjóra Smáþjóðaleikanna 2015

27.03.2015

Í gær mættu til landsins fulltrúar frá þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Alls eru níu þjóðir sem taka þátt í leikunum en það eru Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó, Svartfjallaland og Ísland. Í gærkvöldi var farið í skoðunarferð á þau hótel sem þátttakendur munu gista á í sumar.

Í dag, þann 27. mars, var fundur tækninefndar Smáþjóðaleikanna haldinn. Einnig var farið með aðalfararstjóra þjóðanna í skoðunarferð í öll mannvirki sem notuð verða á leikunum og aðstæður skoðaðar. Aðalvettvangur leikanna verður í Laugardalnum, með öllum þeim íþróttamannvirkjum sem þar eru, en þau hótel sem notuð verða fyrir þátttakendur eru flest í göngufæri við Laugardalinn. 

Síðdegis verður fundur aðalfararstjóra haldinn, en þar verður ítarlega farið yfir öll þau atriði er lúta að keppnisgreinunum. Keppt verður í blaki, borðtennis, frjálsíþróttum, golfi, júdó, körfuknattleik, sundi, strandblaki, tennis, skotíþróttum og fimleikum.

Facebook-síða leikanna er Smáþjóðaleikar 2015

#Smáþjóðaleikarnir2015 # GSSE2015

Myndir með frétt