Verðlaunaafhending Lífshlaupsins
Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins sl. föstudag þar sem fulltrúar frá grunn- og framhaldsskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, ávarpaði gesti og fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhendi sigurvegurum í öllum flokkum verðlaunaplatta. Úrslit og nánari upplýsingar má sjá inn á lifshlaupid.is
Góð þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendur voru rúmlega 12.000 en 406 vinnustaðir með 1349 lið voru skráð til leiks. Fín þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 34 skólar skráðu 412 bekki með 7.539 nemendur til leiks. Alls tóku 13 framhaldsskólar þátt með 662 þátttakendur. Tæplega 900 þátttakendur eru í einstaklingskeppninni og er heildarfjöldi þátttakenda í Lífshlaupinu um 21.000.
Myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá inn á síðu Lífshlaupsins á Facebook.
Um leið og almenningsíþróttasvið ÍSÍ þakkar fyrir frábæra þátttöku, hvetur sviðið alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefinn til þess að halda utan um sína hreyfingu. Á hverju Lífshlaupsári gefst þátttakendum í einstaklingskeppninni kostur á að vinna sér inn brons-, silfur-, gull-, og platínumerki eftir að þeir hafa náð ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Nánari upplýsingar eru hér vinstra megin í valstikunni undir Einstaklingskeppni
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og samstarfsaðilar óska öllum lífshlaupurum til hamingju með árangursríkt og ánægjulegt Lífshlaup.