Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Jakob Jóhann og Anna Margrét til Ólympíu

27.02.2015

Á dögunum auglýsti ÍSÍ eftir umsóknum frá einstaklingum á aldrinum 20-35 ára til að taka þátt í námskeiði á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi. Umsóknafrestur rann út þann 23. febrúar og hafa tveir einstaklingar verið valdir úr innsendum umsóknum. Námskeiðið stendur í tvær vikur frá 23. maí til 6. júní og er þemað að þessu sinni Ólympíuhreyfingin, endurnýjun og aðlögun. 

Þó nokkrar umsóknir bárust og hafa þau Jakob Jóhann Sveinsson sem er fjórfaldur Ólympíufari og Anna Margrét Guðmundsdóttir verið valin til fararinnar.