Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Vorfjarnám 1. stigs hefst á mánudaginn

06.02.2015Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. stigs almenns hluta hefst mánudaginn 9. febrúar.  Námið er almennur hluti menntunar íþróttaþjálfara og hefur verið afar vinsælt undanfarin ár.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinahlutann taka þjálfarar/nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.  Enn er laust í námið og hægt að skrá sig á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Frekari upplýsingar um námið má m.a. finna í fyrri fréttum hér á isi.is.  Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 460-1467 og 863-1399.