Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Setningarhátíð Lífshlaupsins á vegum ÍSÍ

04.02.2015

Mikil gleði ríkti í Hamraskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í áttunda sinn. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir í a.m.k. 30 mínútur á dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Anna Bergsdóttir, skólastjóri Hamraskóla ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreysti.


Afhent voru Platínumerki Lífshlaupsins til einstaklinga sem náðu þeim frábæra árangri að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur daglega frá 5. febrúar 2014 til 5.janúar 2015 eða samfleytt í 335 daga.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefslóðinni http://www.lifshlaupid.is/

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Advania, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og setningarhátíðina gefur Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma 514-4021 / 868-8018 og á netfangið sigridur@isi.is

Myndir með frétt