Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Námskeið í bogfimi styrkt af Ólympíusamhjálpinni

30.01.2015

Dagana 8. til 16. janúar fór fram þjálfaranámskeið í bogfimi á fyrsta stigi, á vegum World Archery og Bogfiminefndar ÍSÍ, en um var að ræða níu daga námskeið eða 64 klst. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið fer fram í bogfimi hér á landi og voru þátttakendur níu talsins. Mjög hraður vöxtur hefur verið í íþróttagreininni og var aðalmarkmið námskeiðsins að styðja við frekari uppbyggingu, að læra nýja aðferðafræði og þróa íþróttagreinina enn frekar.

Bogfiminefndin fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að halda námskeiðið og fólst styrkurinn í að fá hingað til lands Carlos Freitas frá Alþjóðabogfimisambandinu (World Archery) og greiða kostnað við veru hans hér. Carlos Freitas hefur mikla reynslu í þjálfun og kennslu og kennir bogfimi um allan heim. Mikill fengur var í komu hans hingað, því hann aðstoðaði einnig okkar besta bogfimifólk.

Námskeiðið fór fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og í Bogfimisetrinu. Nemendur voru mjög ánægðir með þátttöku sína á námskeiðinu og vilja ólmir fá að halda þróuninni áfram.

Myndir með frétt