Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Vorfjarnám í þjálfaramenntun

28.01.2015Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga hefst í febrúar.  Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.  Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 9. febrúar og fjarnám 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 16. febrúar.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar enda um að ræða almennan hluta þekkingarinnar.  Sérgreinahlutann taka nemendur svo hjá viðkomandi sérsambandi/sérnefnd ÍSÍ.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda miklar kröfur gerðar af samfélaginu og þar með íþróttafélögum til menntunar íþróttaþjálfara.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og er skráningarfrestur til föstudagsins fyrir upphaf náms.  

Þátttökuskilyrði á 1. stig er grunnskólapróf.  Til að sitja 2. stig þarf 1.stig almenns hluta auk 6 mánaða þjálfunarreynslu og skyndihjálparnámskeiðs og skilyrðin á 3. stig er 2. stig almenns hluta, 12 mánaða þjálfunarreynsla og skyndihjálparnámskeið.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.-, á 2. stig kr. 23.000.- og á 3. stig kr. 18.000.-  Öll námskeiðsgögn eru innifalin.

Allar nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 514-4000/460/1467 og á vidar@isi.is